Argentíska karlalandsliðið keyrði um götur Buenos Aires í gær þar sem fólk fékk tækifæri til að hylla hetjur sínar sem komu með heimsmeistarastyttuna heim frá Katar eftir helgi.
Rútuferðin hófst klukkan 15 en var hætt snemma af öryggisástæðum. Var það eftir að aðdáendur hoppuðu af brú og ofan á rútuna þar sem Lionel Messi og félagar voru.
Einn maður hitti ekki á rútuna og féll alla leið til jarðar, án þess þó að slasast alvarlega af því sem virtist.
Það var þó fleira fréttnæmt sem átti sér stað á götum Buenos Aires í gær. Það vakti mikla athygli þegar kona gekk um götur Buenos Aires nakin í fögnuðinum.
Margir voru hissa á þessu athæfi en konan virtist alsátt með lífið. Börn voru á svæðinu og einhverjir setja út á athæfi konunnar vegna þess.
Enska götublaðið The Sun birti myndband af þessu á vefmiðli sínum. Það má sjá hér.