Real Madrid telur sig leiða kapphlaupið um Jude Bellingham miðjumann Dortmund og enska landsliðsins. Þessu halda ensk götublöð fram.
Þessi 19 ára gamli miðjumaður vill fara frá Dortmund næsta sumar og kaupverðið verður um og yfir 100 milljónir punda.
Liverpool, Manchester United og Manchester City hafa öll áhuga á að kaupa Bellingham.
Liverpool hefur lengi vel haft augastað á Bellingham en Real Madrid vill finna arftaka Luka Modric næsta sumar.
Modric er 37 ára gamall og horfa forráðamenn Real Madrid í það að Bellingham sé hinn fullkomni arftaki. Í gegum tíðina hefur verið erfitt að keppa við Real Madrid þegar félagið er á eftir leikmanni.