Markvörðurinn Emiliano Martinez virðist hafa eitthvað á móti Kylian Mbappe.
Kapparnir mættust á dögunum í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í Katar. Martinez stóð í marki Argentínumanna en Mbappe lék í sóknarlínu Frakka.
Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2 og eftir framlengingu var hún 3-3. Mbappe skoraði öll mörk Frakklands.
Argentína vann hins vegar í vítaspyrnukeppni þar sem Martinez var hetjan.
Eftir leik byrjaði Martinez svo að gera lítið úr Mbappe inni í klefa á meðan hann var á upptöku. Hann bað um mínútu þögn fyrir franska sóknarmanninn.
Í gær fagnaði argentíska liðið svo í opinni rútu á götum Buenos Aires. Þar var Martinez með dúkku sem andlit Mbappe hafði verið sett á.
Sjón er sögu ríkari. Mynd af þessu er hér að neðan.