James Milner segir skemmtilega sögu af samskiptum sínum við Lionel Messi í þætti á Amazon.
Þeir félagar áttust við í leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeild Evrópu árið 2019. Milner tæklaði Messi ansi hressilega í leiknum.
„Hann er auðvitað magnaður. Fyrir mér er hann besti leikmaður sögunnar. Ef þú leyfir svoleiðis leikmönnum að gera hlutina á sinn hátt og sýnir þeim of mikla virðingu munu þeir stjórna leiknum,“ segir Milner.
„Hann talaði aðeins við mig á spænsku. Hann kallaði mig asna og sagði: Þetta er bara af því ég klobbaði þig.“
Ben Foster, sem tók viðtalið við Milner, var steinhissa á þessu en kappinn kippti sér alls ekki upp við ummæli Messi og taldi hann eiga innistæðu fyrir þeim.
„Ef ég á að vera hreinskilinn finnst mér hann geta sagt það sem hann vill.“