Lionel Messi mun horfa til þess að spila með Argentínu á HM 2026 sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.
Þetta segir Jorge Valdano, fyrrum leikmaður Argentínu, en Messi vann HM í Katar fyrr í þessum mánuði.
Það var fimmta HM sem Messi tekur þátt í en enginn leikmaður í sögunni hefur náð að spila á sex mismunandi mótum.
,,Þegar ég ræddi við hann fyrir HM þá sagði hann mér að hann væri á leið að spila sitt fimmta HM en að enginn hafi náð að spila í sex mótum,“ sagði Valdano.
,,Hann sagði við mig að það væri ómögulegt en að ef hann myndi vinna HM þá myndi hann halda í treyjuna þar til í næstu keppni.“
,,Við sjáum hvort Messi sé reiðubúinn í það en fótboltinn hefur sannað að það er í raun ómögulegt að spila á sex mótum.“