fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
433Sport

,,Maradona hefði verið sá fyrsti til að hlaupa inn á völlinn“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 21. desember 2022 22:19

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Scaloni, landsliðsþjálfari Argentínu, hefði elskað fátt meira en að sjá Diego Maradona í stúkunni um helgina er liðið vann HM.

Maradona er einn besti ef ekki besti leikmaður í sögu Argentínu en hann berst um þann titil við Lionel Messi.

Maradona lést fyrir tveimur árum síðan og var því ekki á staðnum í Katar er Argentína vann Frakkland í vítakeppni.

Scaloni áttaði sig seint á því að Maradona væri ekki á staðnum en vonar innilega að hann hafi notið þess að sjá liðið fagna titlinum fræga.

,,Þið fenguð mig til að átta mig á því að hann er ekki hérna, annars væri ég viss um að hann væri hér,“ sagði Scaloni.

,,Sem betur fer náðum við að lyfta bikarnum, eitthvað sem okkur hefur dreymt um í svo langan tíma, við erum svo ástríðufull þjóð.“

,,Ég vona að hann hafi notið þess að ofan. Ef hann væri hér hefði hann notið þess svo mikið, hann hefði verið fyrstur til að hlaupa inn á völlinn.“

,,Ég vildi óska þess að hann væri hér til að njóta augnabliksins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tilkynna andlát 19 ára drengs – Naut vinsælda og virðingar meðal allra

Tilkynna andlát 19 ára drengs – Naut vinsælda og virðingar meðal allra
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal
433Sport
Í gær

Tap niðurstaðan hjá Stelpunum okkar í markaleik í Frakklandi

Tap niðurstaðan hjá Stelpunum okkar í markaleik í Frakklandi
433Sport
Í gær

Arteta neitar að gefast upp

Arteta neitar að gefast upp
433Sport
Í gær

Hrafnkell lemstraður eftir magnað innslag úr Garðabænum – „Margt sem ég hef séð í sjónvarpinu virkar ekki í alvöru“

Hrafnkell lemstraður eftir magnað innslag úr Garðabænum – „Margt sem ég hef séð í sjónvarpinu virkar ekki í alvöru“
433Sport
Í gær

Gylfi Þór kominn í treyju Víkings og byrjaður að æfa með liðinu – Myndir

Gylfi Þór kominn í treyju Víkings og byrjaður að æfa með liðinu – Myndir