Lionel Messi er búinn að samþykkja það að framlengja samning sinn við Paris Saint-Germain.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano en Messi er 35 ára gamall og var orðaður við Bandaríkin.
Inter Miami var sterklega orðað við Messi en hann samþykkti aldrei að ganga í raðir félagsins né hans fyrrum félags, Barcelona.
PSG hefur í marga mánuði reynt að fá Messi til að skrifa undir og hefur hann nú loksins samþykkt.
Messi er í fyrsta sinn heimsmeistari en hann vann HM í Katar með Argentínu á dögunum.
Leo Messi never accepted Inter Miami proposal or negotiated with Barcelona. He was approached by both clubs but it was never advanced 🚨🇦🇷 #Messi
Paris Saint-Germain have been pushing for months will president, board, coach to extend his contract — he has now accepted. pic.twitter.com/g1Rh0i9jEW
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 21, 2022