Brasilíska OnlyFans-stjarnan Kerolay Chaves hefur ekki verið hrifin af Heimsmeistaramótinu í Katar.
Ástæðan er sú að traffíkin á síðu hennar hefur í kjölfarið snarminnkað. Hún fagnar því að mótið sé búið, en eins og flestir vita lauk því með sigri Argentínu á Frakklandi í dramatískum úrslitaleik.
Hin 21 árs gamla Chaves segir mótið hafa haft mikil áhrif á vinnu sína og tekjur. Þær hafi dregist niður um 60% á meðan mótinu í Katar stóð.
„Ég held ekki með neinu liði. Minn stærsti sigur verðr að fá athygli manna aftur,“ sagði Chaves á meðan mótinu stóð.
„Þeir vilja fótbolta fram yfir kynlíf. Þeir veðja mun meira á leiki en að borga fyrir efnið mitt.“
Chaves getur huggað sig við það að HM er búið, þó keppni í félagsliðaboltanum hefjist nú á nýjan leik.