Alexis Mac Allister var frábær fyrir argentíska landsliðið sem varð heimsmeistari eftir úrslitaleik gegn Frakklandi í Katar á dögunum. Hann er á mála hjá Brighton en hefur nú vakið athygli stærri félaga.
Hinn 23 ára gamli Mac Allister skoraði eitt mark og lagði upp annað í Katar. Hann hefur skorað fimm mörk fyrir Brighton í fjórtán leikjum það sem af er ensku úrvalsdeildinni.
Áður en HM gekk í garð var Mac Allister á óskalista Tottenham. Eftir frammistöðu hans vill Brighton hins vegar töluvert hærri upphæð fyrir leikmanninn. Nýjar forsendur séu fyrir ástæðu annara félaga á áhuga á Mac Allister.
Samkvæmt AS á Spáni vill Arsenal miðjumanninn og einnig Atletico Madrid.
Mac Allister er samningsbundinn Brighton til 2025, en hann hefur verið á mála hjá félaginu síðan 2025.