Manchester United er komið áfram í enska deildabikarnum etftir leik við Burnley á heimavelli í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundsson er leikmaður Burnley og spilaði allan leikinn á Old Trafford.
Þeir Christian Eriksen og Marcus Rashford komust á blað fyrir heimamenn sem höfðu betur að loku, 2-0.
Burnley átti sín tækifæri í leiknum en náði aðeins að hitta rammann einu sinni.
Brighton er úr leik óvænt eftir tap gegn Charlton. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni þar sem C-deildarliðið hafði betur.
Nottingham Forest kláraði sitt verkefni þá sannfærandi og vann lið Blackburn örugglega, 4-1.