Cristian Romero varnarmaður Tottenham fær ekkert frí eftir HM, Tottenham hefur látið hann vita að félagið reikni með honum sem allra fyrst á æfingar.
Romero ferðaðist með liði Argentínu frá Katar til Argentínu þar sem liðið hefur fagnað síðustu tvo daga.
Tottenham á leik í ensku úrvalsdeildinni á öðrum degi jóla og vill Antonio Conte fá Romero á æfingar sem fyrst.
„Hann fær ekki að njóta sín mikið, við sjáum hvað gerist en þeir vlija hann strax til Englands,“ segir faðir kappans við fjölmiðla í Argentínu.
Romero var lykilmaður í vörn Argentínu á HM í Katar og spilaði allar 120 mínúturnar í úrslitaleiknum.