Gabriel Martinelli er að skrifa undir nýjan og verulega bættan samning við Arsenal en frá þessu er greint í enskum miðlum.
Launapakki Martinelli tekur stórt stökk en í heildina hækka mánaðarlaun hans um 80 milljónir króna.
Martinelli er með 90 þúsund pund á viku í dag en Arsenal hefur boðið honum 200 þúsund pund á viku og er samkomulag í höfn.
Martinelli á 18 mánuði eftir af gamla samningi sínum en nú er hann að skrifa undir nýjan samning.
Martinelli verður með þessu einn launahæsti leikmaður Arsenal með 35 milljónir króna í laun í hverri viku.