Philippe Coutinho ætlar ekki að stoppa lengi á Englandi og er nú þegar farinn að horfa til heimalandsins.
Frá þessu greinir Goal en Coutinho hefur ekki staðist væntingar með Villa á þessu tímabili.
Þessi þrítugi leikmaður er á óskalista Corinthians í Brasilíu en ólíklegt er að félagið geti tekið við honum endanlega.
Corinthians myndi heldur vilja fá Coutinho í láni en hann spilar í dag með Aston Villa í efstu deild.
Það er einnig talað um að Villa muni rifta samningi Coutinho sem byrjaði mjög vel á Villa Park en var fljótur að fara niður um gír.
Coutinho er einn launahæsti leikmaður Villa og gerði áður garðinn frægan með Liverpool.