Isco er að yfirgefa Sevilla, innan við fimm mánuðum eftir að hann gekk í raðir félagsins.
Hinn 30 ára gamli Isco fór til Sevilla frá Real Madrid í sumar og skrifaði hann undir tveggja ára samning.
Það virðist hins vegar eitthvað ósætti vera í gangi því nú eru báðir aðilar á því að rifta samningnum. Verður það gert á næstu dögum.
Isco var á mála hjá Real Madrid í níu ár áður en hann gekk í raðir Sevilla í sumar. Hann hefur einnig spilað fyrir Malaga í meistaraflokki.
Sevilla and Isco will part ways, it’s now over. Both parties are working to get the contract termination signed, as called by @Albertoflorenzo. It’s true and confirmed. 🚨⚪️🔴 #Sevilla
Isco will be available as free agent in the next days. pic.twitter.com/e69zuQvSVl
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 20, 2022