Matheus Cunha er á leið til Wolves frá Atletico Madrid. Fabrizio Romano staðfestir þetta.
Cunha er sóknarmaður sem mun fara á láni til Wolves til að byrja með. Hann verður síðar keyptur á 40 til 50 milljónir evra.
Búist er við því að leikmaðurinn fari í læknisskoðun og að gengið verði frá smáatriðum á næstu dögum.
Cunha er 23 ára gamall og hefur verið á mála hjá Atletico frá því fyrir síðustu leiktíð.
Kappinn getur leyst allar stöður fremst á vellinum.
Matheus Cunha to Wolves, here we go! Full verbal agreement reached between clubs with Atléti and also on personal terms. It’s a loan with obligation to buy clause, around €40/50m. 🚨🟠🇧🇷 #WWFC
Medicals being scheduled while all the documents will be prepared in the next days. pic.twitter.com/m6kIkB2t0m
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 20, 2022