Það væri ‘stórslys’ fyrir Arsenal að fá inn stórstjörnuna Cristiano Ronaldo sem er fáanlegur á frjálsri sölu.
Þetta segir fyrrum leikmaður liðsins, Nigel Winterburn, en Arsenal hefur verið orðað við leikmanninn.
Winterburn er á því máli að Ronaldo henti leikstíl Arsenal ekki neitt og að hann sé ekki með lappirnar í að pressa hátt og ögra andstæðingjum í leikjum.
,,Þetta er hart nei frá mér og ástæðan er einföld, þetta er til að fylla í skarðið í stuttan tíma,“ sagði Winterburn.
,,Það eru margir sem segja að þetta sé frábært, og að við ættum að gera þetta. Arsenal pressar hátt og er fullt af orku, Ronaldo er ótrúlegur leikmaður en hann hentar ekki þessu kerfi lengur.“
,,Ég er handviss um það. Ég held að Arsenal þyrfti að breyta um leikstíl ef hann á að koma inn, þessi skipti yrðu stórslys.“