Cristiano Ronaldo leiðir framlínuna hjá þeim leikmönnum sem áttu slæmt Heimsmeistaramót.
Það er Sofa Score sem opinberar liðið en það er unnið út frá einkunnum leikmanna í gegnum mótið.
Ronaldo og Lautaro Martinez framherji Argentínu eru fremstir á vellinum en Lautaro fór mjög illa með færin sín í mótinu.
Fleiri góðir menn komast í liðið og má þar nefna Edouard Mendy markvörð Chelsea og Sergino Dest bakvörð Bandaríkjanna.
Liðið er hér að neðan.