fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
433Sport

Þakklátur Jóhann Berg: „Ég á mjög góða fjölskyldu sem hjálpaði mér mikið“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. desember 2022 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley sitja á toppi Champiohnship deildarinnar þegar deildin er hálfnuð. Jóhann Berg hefur spilað 19 af 23 deildarleikjum.

Jóhann missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla en undirbýr sig nú fyrir leik gegn Manchester United í deildarbikarnum á morgun.

„Þetta hafa verið nokkur erfið ár svo fyrir mig að vera á vellinum eins mikið og hægt er og á æfingum eins mikið og hægt eru forréttindi fyrir mig,“ segir Jóhann Berg sem er 32 ára gamall.

„Ég er ekkert að yngjast, ég vil njóta þess að vera á vellinum og hjálpa liðinu. Það er það sem ég hef reynt að gera, þegar við vinnum svo leikina þá hjálpar það til.“

Getty Images

Jóhann heldur svo áfram. „Mér líður mjög vel, vinnan bak við tjöldin með starfsfólkinu hefur verið frábær í að hjálpa mér að komast aftur á sama stað. Ég veit hvað ég get og ég get enn bætt í, ég var lengi frá svo ég hef þurft að komast í takt og venjast nýjum leikstíl. Liðið er að breytast og við sem leikmenn með.“

Jóhann var frá í átta mánuði á þessu ári eftir alvarleg kálfa meiðsli. „Þetta er mjög erfitt, sérstaklega þegar þú meiðist og kemur til baka og meiðist strax aftur. Andlega var þetta verulega erfitt.“

„Ég hugsaði aldrei að ég myndi ekki ná bata, ég er nokkuð sterkur andlega og sumir hefðu kannski átt í meiri vandræðum. Ég á mjög góða fjölskyldu sem hjálpaði mér mikið. Ég á enn aðeins inni til að komast í mitt besta form, þessa stundina er allt á leið í rétta átt,“ segir Jóhann um stöðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja Hojlund en United myndi tapa gríðarlega á viðskiptunum

Vilja Hojlund en United myndi tapa gríðarlega á viðskiptunum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag skýtur á Ronaldo og aðrar fyrrum stjörnur United – „Þessari kynslóð finnst svona lagað móðgandi“

Ten Hag skýtur á Ronaldo og aðrar fyrrum stjörnur United – „Þessari kynslóð finnst svona lagað móðgandi“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tilkynna andlát 19 ára drengs – Naut vinsælda og virðingar meðal allra

Tilkynna andlát 19 ára drengs – Naut vinsælda og virðingar meðal allra
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot í tveggja leikja bann og þarf að borga rúmar 12 milljónir í sekt

Slot í tveggja leikja bann og þarf að borga rúmar 12 milljónir í sekt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Amorim viðurkennir að þetta skipti miklu máli í ljósi gengisins

Amorim viðurkennir að þetta skipti miklu máli í ljósi gengisins
433Sport
Í gær

Færeyingurinn knái aftur norður

Færeyingurinn knái aftur norður
433Sport
Í gær

Tap niðurstaðan hjá Stelpunum okkar í markaleik í Frakklandi

Tap niðurstaðan hjá Stelpunum okkar í markaleik í Frakklandi
433Sport
Í gær

Svona er byrjunarlið Íslands í Frakklandi – Fjórar breytingar

Svona er byrjunarlið Íslands í Frakklandi – Fjórar breytingar
433Sport
Í gær

Hrafnkell lemstraður eftir magnað innslag úr Garðabænum – „Margt sem ég hef séð í sjónvarpinu virkar ekki í alvöru“

Hrafnkell lemstraður eftir magnað innslag úr Garðabænum – „Margt sem ég hef séð í sjónvarpinu virkar ekki í alvöru“