Katia Aveiro, systir stjórstjörnunnar Cristiano Ronaldo, er ekki þekkt fyrir að halda aftur af sér. Hún hefur oftar en ekki komið bróður sínum til varnar opinberlega.
Nú hefur Aveiro sagt að Heimsmeistaramótið í Katar, sem er nýlokið, hafi verið það versta í sögunni.
Argentína stóð uppi sem heimsmeistari eftir æsispennandi úrslitaleik við Frakka á sunnudag. Lionel Messi skoraði tvö marka Argentínu en Kylian Mbappe gerði öll mörk Frakka í 3-3 jafntefli. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.
„Versta HM allra tíma. Sem betur fer fengum við frábæran úrslitaleik. Þvílíkur leikur. Til hamingju Argentína,“ skrifar Aveiro á Instagram.
Ronaldo átti alls ekki gott mót og var orðinn varamaður hjá portúgalska liðinu áður en það féll úr leik í 8-liða úrslitum.
Aveiro hrósar hins vegar Mbappe fyrir frammistöðu sína á mótinu. Nú er kappinn alls kominn með tólf mörk á Heimsmeistaramótum en hann er aðeins 23 ára gamall.
„Kylian Mbappe. Þessi strákur er rosalegur. Framtíð þín er ansi björt. Ótrúlegt.“