Besta deild kvenna hefst þriðjudaginn 25. apríl. Opnunarleikur mótsins verður Valur – Breiðablik.
Breytingar verða á fyrirkomulagi mótsins. Mótinu er skipt í tvo hluta með sama hætti og í Bestu deild karla. Í fyrri hluta mótsins er leikinn hefðbundin tvöföld umferð, heima og að heiman.
Í seinni hluta mótsins er mótinu skipt í tvo hluta. Í efri hlutanum leika efstu sex félögin einfalda umferð um sigur
í mótinu og um tvö Evrópusæti.
Í neðri hlutanum leika félögin fjögur sem enduðu í sætum 7-10, einfalda umferð um að forðast fall.
Hér má sjá hvernig mótið verður spilað og hvenær liðin mætast