Besta deild karla hefst mánudaginn 10. apríl, þ.e. annan í páskum. Opnunarleikur mótsins verður Breiðablik – HK.
Búið er að birta niðurröðun móta en mótið hefst fyrr en venjulega.
Þá er stefnt að því að ljúka leik 7 október sem er rúmum þremur vikum fyrr en í ár.
Fyrsta umferð:
10 apríl:
Breiðablik – HK
KA – KR
Valur – ÍBV
Fylkir – Keflavík
Stjarnan – Víkingur
Fram – FH