Keppni Lengjudeildanna hefst í byrjun maí. Breytingar hafa verið gerðar á keppni Lengjudeildar karla á þann hátt að félögin í sætum 2-5 fara í umspil um eitt laust sæti í Bestu deild karla að ári.
Ljóst má vera að gríðarleg spenna verður í deildinni vegna þess en leikin verða undanúrslit og úrslit um sæti í Bestu deildinni.
Mótið fer af stað 5 maí en þar mætast meðal annars ÍA og Grindavík í áhugaverðum leik.
1. umferð:
ÍA – Grindavík
Þróttur R. – Leiknir R.
Grótta – Njarðvík
Kórdrengir – Fjölnir
Þór – Vestri
Selfoss – Afturelding