Arsenal er farið að liggja á að gera nýjan samning við Bukayo Saka, stjörnuleikmann félagsins.
Hinn 21 árs gamli Saka hefur verið hvað besti leikmaður Arsenal síðustu tímabil. Samningur hans rennur hins vegar út eftir átján mánuði.
Saka var einn af bestu leikmönnum Englands sem komst í 8-liða úrslit Heimsmeistaramótsins í Katar. Ljóst er að mörg félög gætu hugsað sér að hafa hann innanborðs.
Arsenal ætlar sér hins vegar að endursemja við kantmanninn.
Skytturnar munu samkvæmt Fabrizio Romano hefja viðræður um nýjan samning við Saka á fyrstu mánuðum nýs árs.
Æðstu menn hjá Arsenal vilja gera allt til að koma í veg fyrir að Saka fari inn á síðasta ár samnings síns á Emirates-leikvanginum. Kæmi það félaginu í veika stöðu í viðræðunum.