Allir í Argentínu fá frí í dag til að fagna Heimsmeistaratitli þjóðarinnar en partý verður út um allt land.
Leikmenn Argentínu komu heim til Buenos Aires í gærkvöldi en klukkan 15:00 í dag hefst gleðskapur á götum úti.
Þar munu leikmenn liðsins koma saman og fagna með stuðningsmönnum sínum.
Leikmenn liðsins fögnuðu vel við heimkomu í gær en ferðalagið var langt og strangt og leikmenn illa sofnir.
Myndir af heimkomu Argentínu er hér að neðan.