Það hefur ekki farið framhjá neinum að Argentína varð heimsmeistari á sunnudag eftir sigur á Frakklandi í úrslitaleik HM í Katar.
Liðið varð meistari eftir frábæran leik sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni.
Margir héldu með Argentínumönnum í leiknum vegna Lionel Messi, sem fullkomnaði feril sinn með sigrinum á sunnudag.
Ungur maður á bar nokkrum í Bretlandi er greinilega mikill aðdáandi og hágrét úr gleði eftir að Argentínumenn tryggðu sér sigurinn.
Þessu höfðu félagar hans á barnum afar gaman að og tóku þeir myndband af manninum.
Myndbandið má sjá hér að neðan.
Only the GOAT could make you cry tears of joy in front of all your mates at the pub 🐐😂 pic.twitter.com/QDUwEzE9Io
— ODDSbible (@ODDSbible) December 19, 2022