Fyrrum knattspyrnustjórinn Neil Warnock er mikill húmoristi og er nýjasta athæfi hans kostuglegt.
Warnock var síðast við stórnvölinn hjá Middlesbrough fyrir rúmu ári síðan en hann hefur stýrt fjölda liða í enska deildakerfinu í gegnum tíðina.
Í dag birti hann mynd af sér á Twitter þar sem hann lék eftir mynd frá Lionel Messi í morgun.
Messi birti mynd af sér með heimsmeistarastyttuna sem hann vann með argentíska landsliðinu um helgina uppi í rúmi.
Warnock sá sér leik á borði og birti mynd af sér með bikarinn sem hann hlaut fyrir að sigra ensku B-deildina með QPR vorið 2011.
Hér að neðan má sjá færslu Warnock.
Deja duvet .. 🤣#Messi𓃵 pic.twitter.com/7PEsWxuTY3
— Neil Warnock (@warnockofficial) December 20, 2022