Roy Keane, goðsögn Manchester United, gagnrýndi brasilíska landsliðið aftur eftir úrslitaleik HM í Katar.
Keane lét í sér heyra á meðan mótinu stóð og gagnrýndi Brasilíumennina fyrir að dansa eftir hvert einasta mark á mótinu.
Það sama má ekki segja um Argentínumenn sem biðu með dansinn þar til liðið var búið að vinna mótið.
Argentína vann Frakkland í úrslitaleiknum í vítakeppni og var Keane ekkert nema ánægður fyrir hönd leikmanna liðsins.
,,Sjáið þessar stórkostlegu senur, þetta er frábært að sjá, dansið eins og þið viljið,“ sagði Keane.
,,Þeir munu dansa á hótelinu og gangi þeim vel, þeir munu dansa næstu tíu árin. Þarna máttu dansa, þegar þú vinnur keppnina.“