Paris Saint-Germain er staðráðið í því að gera nýjan samning við Lionel Messi. Sport segir frá.
Hinn 35 ára gamli Messi varð heimsmeistari með argentíska landsliðinu um helgina eftir sigur á Frakklandi í úrslitaleik HM í Katar.
Samningur hans við PSG rennur út næsta sumar. Hann kom til félagsins fyrir um einu og hálfu ári síðan eftir að hafa leikið allan sinn meistaraflokksferil með Barcelona.
Messi hefur verið orðaður við Inter Miami undanfarið en ekki er víst að hann taki skrefið frá Evrópu á þessum tímapunkti.
PSG vill gefa Messi nýjan eins árs samning með möguleika á að framlengja þann samning um ár til viðbótar, til ársins 2025.
Messi hefur verið hreint stórkostlegur fyrir Parísarliðið á þessari leiktíð. Hann hefur skorað tólf mörk og gefið fjórtán stoðsendingar í nítján leikjum.