Mjög óhugnanlegt atvik átti sér stað í dag er leikmenn Argentínu keyrðu um götur Buenos Aires.
Opin rúta keyrði um höfuðborg borgarinnar en Argentína fagnaði nýlega sigri á HM í Katar.
Einn ástríðufullur aðdáandi gæti hafa slasast alvarlega er hann reyndi að komast í rútuna á meðal leikmanna liðsins.
Maðurinn stökk í rútuna á skelfilegum tíma en hún var þá einmitt að fara í gegnum lítil göng.
Það er aðeins hægt að vona að maðurinn sé í lagi en myndband af þessu má sjá hér.
Easy to see why Argentina’s bus parade was cut short 😳pic.twitter.com/fO1iHRXKxZ
— SPORTbible (@sportbible) December 20, 2022