Allir í Argentínu fá frí í dag til að fagna Heimsmeistaratitli þjóðarinnar en partý verður út um allt land.
Leikmenn Argentínu komu heim til Buenos Aires í gærkvöldi en klukkan 15:00 í dag hefst gleðskapur á götum úti.
Þar munu leikmenn liðsins koma saman og fagna með stuðningsmönnum sínum.
Leikmenn liðsins fögnuðu vel við heimkomu í gær en ferðalagið var langt og strangt og leikmenn illa sofnir.
Lionel Messi og nokkrir liðsfélagar hans voru heppnir að slasa sig ekki alvarlega í gær. Þegar verið var að keyra liðið frá flugvellinum sátu þeir efst á rútunni.
Þeir réttu sáu rafmagnslínu sem hefði getað hent þeim öllum niður og í götuna en fallið hefði orðið hátt.
Atvikið má sjá hér að neðan.
¡CUIDADO CON LOS CABLES MUCHACHOS! Insólito momento en la llegada de los campeones del mundo a Argentina.
Se le voló la gorra a Leandro Paredes. pic.twitter.com/mUfGmOTQdU
— ESPN Argentina (@ESPNArgentina) December 20, 2022