Lionel Messi er vaknaður í Argentínu og hann passar að bikarinn fyrir sigurinn á HM fari ekki langt frá sér.
Messi birtir skemmtilegar myndir af sér í morgunsárið þar sem hann vaknar með bikairnn sér við hlið.
Messi og liðsfélagar hans komu til Buenos Aires seint í nótt og voru á ferð um bæinn fram eftir.
Þeir hins vegar sofa lítið þessa dagana því í dag er gleðskapur í Argentínu, allir íbúar landsins fengu frí í dag og verður fagnað á götum úti.
Argentína varð Heimsmeistari á sunnudag eftir sigur á Frökkum í vítaspyrnukeppni í æsispennandi leik í Katar.