Rodrigo De Paul, leikmaður Argentínu, sparaði ekkert er hann ræddi um sigur liðsins á HM í Katar.
De Paul mætti ásamt liðsfélaga sínum Nicolas Otamendi á Instagram live og hafði þar ýmsa hluti að segja.
De Paul var harðlega gagnrýndur eftir fyrsta leik Argentínu er liðið tapaði mjög óvænt 2-1 gegn Sádí Arabíu.
Þessi leikmaður Atletico nýtti nú tækifærið og svaraði fyrir sig og passaði ekki upp á dónalegu orðin.
,,Við höfum skrifað nafn okkar í sögubækurnar að eilífu. Þeir sem efuðust um mig, þið megið sjúga mig,“ sagði De Paul.
Argentína vann HM með De Paul í sínum röðum en 36 ár eru síðan liðið vann síðast mótið.