Allir í Argentínu fá frí í dag til að fagna Heimsmeistaratitli þjóðarinnar en partý verður út um allt land.
Leikmenn Argentínu komu heim til Buenos Aires í gærkvöldi en klukkan 15:00 í dag hefst gleðskapur á götum úti.
Þar munu leikmenn liðsins koma saman og fagna með stuðningsmönnum sínum.
Nú þegar eru götur Buenos Aires fullar af fólki. Meðfylgjandi myndband var tekið 90 mínútum áður en fögnuður leikmanna með stuðningsmönnum hefst.
Formlegur fögnuður hefst svo sem fyrr segir klukkan 15:00 að íslenskum tíma.
Turns out that one thing Argentina is even better at than football: victory parades. Astonishing scenes some 90 minutes before the parade even begins. 🇦🇷😍pic.twitter.com/qKar2BTVOM
— Men in Blazers (@MenInBlazers) December 20, 2022