Það var ekkert um óvænt úrslit í enska deildabikarnum í kvöld er fjórir leikir fóru fram.
Fimm úrvalsdeildarfélög voru í eldlínunni og eru fjögur af þeim komin áfram í næstu umferð keppninnar.
Bournemouth er það úrvalsdeildarlið sem er úr leik eftir tap gegn Newcastle á útivelli.
Leicester vann MK Dons sannfærandi 3-0 og þá fögnuðu bæði Southampton og Wolves þægilegum sigrum.
Hér má sjá markaskorara kvöldsins.
MK Dons 0 – 3 Leicester
0-1 Youri Tielemans
0-2 Ayoze Perez
0-3 Jamie Vardy
Newcastle 1 – 0 Bournemouth
1-0 Marco Senesi(sjálfsmark)
Southampton 2 – 1 Lincoln
0-1 Gavin Bazunu(sjálfsmark)
1-1 Che Adams
2-1 Che Adams
Wolves 2 – 0 Gillingham
1-0 Raul Jimenez(víti)
2-0 Rayan Ait Nouri