Færsla sem Lionel Messi birti á Instagram eftir sigur Argentínu á Heimsmeistaramótinu í Katar er nú sú vinsælasta allra tíma. Þegar þetta er skrifað hafa 57,6 milljónir manna sett like við hana.
Argentína varð heimsmeistari eftir sigur á Frakklandi í úrslitaleik HM í Katar.
Leikurinn var æsispennandi og var staðan eftir venjulegan leiktíma 2-2. Hún var 3-3 eftir framlengingu en Argentína vann svo í vítaspyrnukeppni.
Messi skoraði tvö mörk í leiknum og setti færsla hans eftir leik svo heimsmet.
Þar með tók færsla Messi fram úr mynd af eggi sem lengi hefur verið vinsælasta færsla í heimi. Sem stendur er eggið með 56,2 milljónir like.