Karim Benzema er hættur að spila fyrir franska landsliðið en frá þessu greinir hann í yfirlýsingu. Hann fagnar afmæli sínu í dag.
Benzema meiddist rétt fyrir HM í Katar og tók ekki þátt í mótinu vegna þess.
Benzema er 35 ára gamall en hann lék á ferlinum 97 landsleiki fyrir Frakkland og skoraði 37 mörk.
Hann var þó ekki með landsliðinu í nokkur ár vegna mála utan vallar og var sem dæmi ekki Heimsmeistari með liðinu í Rússlandi árið 2018.
Benzema var besti knattspyrnumaður í heimi á þessu ári og hlaut Gullknöttinn fyrir frammistöðuna með Real Madrid.
Official. Karim Benzema announces his retirement from international football 🚨🇫🇷 #Benzema
He leaves the French national team. pic.twitter.com/FQMNi0TFu1
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 19, 2022