Undrabarnið Youssoufa Moukoko er ekki nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Borussia Dortmund.
Þetta staðfestir umboðsmaður leikmannsins, Patrick Williams, en Moukoko er sterklega orðaður við Chelsea.
Þessi 18 ára gamli leikmaður er gríðarlegt efni og er sagður biðja um 115 þúsund pund á viku til að framlengja.
Williams þvertekur fyrir að þær sögusagnir séu réttar en viðurkennir einnig að það sé langt í land í að framlengja við þýska stórliðið.
,,Ég get staðfest það að við erum ekki nálægt því að framlengja samning okkar við Borussia Dortmund,“ sagði Williams.
,,Ég get líka sagt það að þessar tölur sem talað er um, Youssuf var aldrei boðið svo mikið. Við erum enn í sambandi við Dortmund og sjáum hvað gerist á næstu dögum.“