Jose Miguel Polanco skellti fram þeirri skoðun sinni að Lionel Messi yrði Heimsmeistari árið 2022 og talað yrði um hann sem besta knattspyrnumann allra tíma.
„18 desember 2022, 34 ára Leo Messi vinnur HM og verður besti knattspyrnumaður allra tíma. Talið við mig eftir sjö ár,“ skrifaði Jose.
Það eina sem er rangt við spá Jose er að Messi er 35 ára í dag en ekki 34 ára.
Þessi spá hans varð að veruleika í gær þegar Messi og Argentína vann Frakkland í úrslitaleik.
Messi hefur verið í hópi bestu knattspyrnumanna sögunnar en afrek hans í gær kemur honum líklega efst á listann hjá flestum.
Messi skoraði sjö mörk í keppninni og var allt í öllu í sterku liði Argentínu.