Leikmenn Argentínu eru sestir um borð í flugvél og halda nú heim til Argentínu til að fagna með fólkinu sínu þar.
Leikmenn Argentínu hafa fagnað frá því síðdegis í gær þegar Argentína vann Frakkland í úrslitaleik HM.
Leo Messi upplifði draum sinn í gær og heldur fast utan um styttuna um borð í flugvélinni.
Argentína hafði ekki unnið þennan stærsta titil fótboltans frá árinu 1986 þegar Diego Maradona færði þjóðinni titilinn.
Mynd af Messi með bikarinn er hér að neðan.