Martin O’Neill, fyrrum stjóri Aston Villa, sér eftir því að hafa yfirgefið félagið eftir átakanlegt símtal við eiganda félagsins, Randy Lerner, árið 2010.
Lerner og O’Neill rifust heiftarlega í símtanum stuttu fyrir opnunarleik ensku deildarinnar en O’Neill sagði starfi sínu lausu fimm dögum áður en mótið hófst.
Gabriel Agbonlahor var þá hluti af leikmannahópi Villa og vildi fá svör frá O’Neill, af hverju hann hvarf allt í einu á skelfilegum tímapunkti.
O’Neill fór ekki út í nein smáastriði en baðst afsökunar á hvernig hlutirnir áttu sér stað.
,,Sæll Gabby. Ef ég gæti snúið aftur þá myndi ég höndla þessa stöðu öðruvísi,“ sagði O’Neill.
,,Mér þykir svo fyrir þvi að hafa skilið eftir svo hæfileikaríkan hóp og þú ert jafnvel hluti af því. Ég vona að allt sé í góðu.“