Emiliano Martinez átti frábæran leik og var ein af hetjum Argentínu sem varð heimsmeistari í gær eftir sigur á Frakklandi í úrslitaleiknum í Katar.
Staðan eftir venjulegan leiktíma í gær var 2-2 og var hún 3-3 eftir framlengingu. Argentína hafði svo betur í vítaspyrnukeppni.
Martinez, sem er markvörður Aston Villa, bjargaði Argentínumönnum í lok framlengingar með frábærri vörslu og var svo hetjan í vítaspyrnukeppninni.
Eftir leik fór Martinez einnig á kostum og inni í búningsklefa.
Þar stjórnaði kappinn söngvum og bað meðal annars um mínútu þögn fyrir Kylian Mbappe, stjörnu Frakka sem skoraði þrennu í gær.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
"A minute of silence for … Mbappe!" 😅
Emiliano Martinez during Argentina's dressing room celebration.
(via nicolasotamendi30/Instagram) pic.twitter.com/dwm3IrUNWG
— ESPN FC (@ESPNFC) December 18, 2022