Spá meints tímaflakkara fyrir Heimsmeistaramótið í Katar var ekki of fjarri lagi þó hann hafi vissulega ekki spáð fyrir um réttan sigurvegara.
Tímaflakkarinn birti myndband á TikTok fyrir HM þar sem hann sagðist hafa séð Brasilíu vinna Frakkland í úrslitaleiknum. „Brasilía var að vinna Frakkland á HM 2022. Ég er tímaflakkari,“ sagði maðurinn fyrir mót.
Leikurinn fór fram í gær og var það reyndar Argentína sem vann Frakkland í vítaspyrnukeppni.
Það er þó eitt og annað sem tímaflakkarinn náði að spá rétt fyrir um. Hann hafði til að mynda birt mynd af pirruðum Olivier Giroud, en framherjinn var svo tekinn út af í fyrri hálfleik og virtist allt annað en sáttur. Hann virtist því sjá fyrir pirring Giroud.
Sumarið 2021 hafði tímaflakkarinn meinti séð það fyrir að Ítalía yrði Evrópumeistari.
Það sem meira er hafði hann spáð fyrir um 4-0 sigur Englands á Úkraínu í 8-liða úrslitum sama móts, en það var enska liðið sem tapaði fyrir Ítölum í úrslitaleik EM.