Beitir Ólafsson hefur ákveðið að hætta í fótbolta en frá þessu greinir KR þar sem Beitir hefur spilað síðustu ár.
Beitir sem er 36 ára gamall lék lengi vel með HK en gekk í raðir KR árið 2017.
Yfirlýsing KR:
Beitir Ólfsson (36), hefur ákveðið að leggja markmannshanskana á hilluna og hefur því spilað sinn síðasta leik fyrir KR. Beitir, sem er uppalinn HK-ingur, lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir KR sumarið 2017 og hefur hann spilað 230 leiki fyrir félagið og varð Íslandsmeistari með liðinu 2019.
Beitir hefur verið frábær félagi innan vallar sem utan og verður mikil eftirsjá eftir honum. KR þakkar Beiti fyrir sitt framlag til KR s.l. 5 ár.
Takk Beitir!