Argentískur stuðningsmaður kom sér í vandræði í fögnuði sigri sinna manna í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í gær.
Argentína vann Frakkland í hádramatískum leik í Katar. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2. Eftir framlengingu var hún 3-3 og að lokum unnu Argentínumenn í vítaspyrnukeppni.
Lionel Messi gerði tvö marka Argentínu en Kylian Mbappe skoraði öll fyrir Frakkland.
Einn aðdáandi Argentínu tók fögnuðinn aðeins of langt og var nálægt því að detta af strætoskýli.
Nokkrir aðilar tóku þátt í björgunaraðgerðum á manninum en að lokum tókst að forða honum frá falli.
Sjón er sögu ríkari. Myndband af þessu er hér að neðan.
This was more tense than the final 🫣#FIFAWorldCup
— 101 Great Goals (@101greatgoals) December 19, 2022