Guðmundur Benediktsson er á þeirri skoðun að frábær markvörður sé ekki lykill að því að ná árangri í fótbolta. Hann ræddi málið í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá.
Emi Martinez markvörður Argentínu átti magnaðan dag í gær þegar liðið varð Heimsmeistari. Hann var í lykilhlutverki í vítaspyrnukeppninni og varði að auki dauðafæri á 120 mínútu.
„Ég er með eina pælingu, Hjörvar Hafliðason talar reglulega um það hvað það sé mikilvægt að vera með stórkostlega markmenn. Martinez er ekki á neinum lista yfir bestu markmenn heims, bara alls ekki,“ sagði Guðmundur í Steve Dagskrá í gærkvöldi eftir móti.
Hugo Lloris var slakur í vítaspyrnukeppninni fyrir Frakkland og Guðmundur hélt áfram.
„Hugo Lloris er rétt fyrir neðan lista yfir bestu markmenn heims en aldrei nefndur. Niðurstaða mín, Hjörvar er markvörður og talar mikið um þetta. Það er algjört aukaatriði að vera með stórkostlegan markvörð til að vinna hlut,“ sagði Gummi.
„Hann er í Aston Villa, niðurstaða mín er sú að þetta sé aukaatriði að þú þurfir frábæran markvörð til að vinna mót eða deildir.“