Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, er ekki búinn að ákveða hvort hann segi skilið við landsliðið.
Frakkland vann HM 2018 í Rússlandi en tapaði í úrslitaleik HM í Katar í gær gegn Argentínu í vítakeppni.
Margir velta því fyrir sér hvort Deschamps sé nú að kveðja Frakkland en hann hefur ekki tekið ákvörðun.
,,Jafnvel þó við hefðum unnið mótið þá myndi ég ekki svara þessari spurningu í kvöld. Ég er sorgmæddur fyrir hönd leikmannana og starfsfólksins,“ sagði Deschamps.
,,Ég mun funda með forsetanum í byrjun næsta árs og svo fáiði að vita stöðuna.“