Leikmenn Argentínu voru vakandi langt fram eftir nóttu til að fagna sigrinum á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Leikmenn liðsins voru að birta myndir fram eftir eða allt til 07:00 í morgun að staðartíma.
Leikmenn liðsins fengu sér að borða saman eftir leik og var bikarinn settur í miðjuna.
Leikmenn liðsins nutu svo augnabliksins saman en líklega heldur liðið heim til Argentínu í dag og fagnar með fólkinu sínu þar.
Fólkið í Argentínu hefur fagnað á götum úti eftir að Argentína lagði Fraklkand af velli í vítaspyrnukeppni í Katar í gær.