Það urðu margir hissa að sjá myndband af Mario Götze fagna sigri argentíska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær.
Argentína vann hádramatískan sigur á Frakklandi í úrslitaleik HM í gær. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 2-2 og fór hann því í framlengingu. Eftir hana var staðan 3-3 og því gripið til vítaspyrnukeppni, þar sem Argentínumenn höfðu betur.
Lionel Messi skoraði tvö mörk Argentínu í leiknum og Kylian Mbappe gerði öll mörk Frakka.
Gracias por todo Gotze. pic.twitter.com/LoIG8uJZ5s
— niko🦁🌷 (@Niikoolaas6) December 12, 2022
Argentínumenn voru síðast í úrslitaleik HM árið 2014. Þá töpuðu þeir fyrir Þjóðverjum. Sigurmarkið skoraði einmitt Götze.
Miðjumaðurinn hélt þó með Argentínu í gær. Hann var í landslisðhópi Þjóverja sem duttu óvænt úr leik í riðlakeppni HM í Katar
Myndband af Götze fagna má sjá hér að neðan.
Aunque usted no lo crea: Así festejó el triunfo de Argentina en #Qatar2022… ¡MARIO GOTZE! su verdugo en Brasil 2014.
📹 IG/annkathrin pic.twitter.com/fxEdVxgsqC
— SportsCenter (@SC_ESPN) December 19, 2022