Kristján Óli Sigurðsson var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó á föstudag. Í settið var einnig mættur Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs.
Jadon Sancho hefur valdið vonbrigðum frá því hann var keyptur til Manchester United frá Dortmund á 73 milljónir punda í fyrra. Benedikt ákvað að snerta aðeins á þessu.
„Er þetta ekki eitthvað mesta flopp Manchester United?“ spurði hann.
„Það er af nægu að taka,“ svaraði Kristján léttur.
Hörður tók til máls. „Hann byrjaði tímabilið svo vel að ég skil þetta ekki,“ sagði hann. „Ég myndi íhuga að hætta í fótbolta ef Anthony Elanga væri á undan mér í liðinu.“
„En hann fær útborgað á föstudögum,“ skaut Kristján inn í.
„Oft verður verðmiðinn mönnum að falli. Þetta er ekkert í fyrsta skipti.“
Umræðan í heild er hér að neðan.