Lionel Messi er heimsmeistari í fyrsta sinn en hann sigraði Frakkland með sínu liði Argentínu í kvöld.
Messi átti góðan leik og skoraði tvennu en Kylian Mbappe gerði betur og skoraði þrennu fyrir Frakka.
Þrenna Mbappe dugði ekki til en Argentína vann að lokum í vítaspyrnukeppni.
Messi hefur alltaf þráð að lyfta þessum titli á ferlinum og var augnablikið mjög fallegt.
Hér er það. Þetta er augnablikið. Messi lyftir styttunni. Hann er heimsmeistari. Argentína er heimsmeistari. pic.twitter.com/jZlt3ff8j6
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022